top of page

Litríkar og skemmtilegar æfingadagbækur fyrir tónlistarnemendur til að skrá heimaverkefni og heimaæfingar með plássi til að safna límmiðum fyrir hverja æfingu.   Aftast í bókinni eru sérstakar síður fyrir jóla-, páska- og sumaræfingar ásamt síðum til að skrá tónleika, námskeið og aðra viðburði vetrarins.Um er að ræða tvær mismunandi gerðir:

 

Æfingabókin mín - fyrir unga tónlistarnemendur (að 9-10 ára aldri). Hentar sérlega vel fyrir nemendur í Suzuki tónlistarnámi.

 

Æfingadagbók - fyrir eldri tónlistarnemendur sem eru orðnir sjálfstæðari í sínum heimaæfingum (eldri en 10 ára)


Bækurnar fást í Tónastöðinni, Skipholti 50D.     Einnig er hægt að panta bækur hér.

bottom of page